top of page

Mitt markmið er að þú náir meiri árangri, ég er með þér í liði

Image by Ravi Roshan

Ég er markþjálfi og hef lokið viðurkenndu ACSTH framhaldsnámi í markþjálfun.  Þá hef ég vottun sem Associate Certified Coach (ACC) frá Alþjóða Markþjálfunarsamtökunum ICF.  Í grunninn er ég tölvunarfræðingur en hef áralanga reynslu af stjórnun, einnig af rekstri og þjálfun teyma enda starfa ég sem teymisþjálfi flesta daga. Ég á líka feril að baki sem íþróttamaður, setti fjölmörg Íslandsmet og keppti á fjölda stórmóta erlendis með það stóra markmið að komast á Ólympíuleika. 

 

Ég hlakka til að vinna með þér.

About Me

Þjónusta

Markþjálfun

Með markþjálfun aðstoða ég þig við að ná meiri árangri í lífinu. Í markþjálfunarsamtali skoðum við hvert þig langar að stefna, áskoranir sem þú stendur frammi fyrir og hvernig best er að komast áfram.  Ég mun ýta við þér og ögra til að þú náir lengra og finnir lausnir.   Ef þú ert með spurningar eða langar einfaldlega að vita meira um hvað ég hef uppá að bjóða þá er ég alltaf til í spjall, símanúmerið er á síðunni.

Þú getur bókað tíma í markþjálfun hér.

Upplýsingar

Services

"No matter how good you get
you can always get better,
and that's the exciting part."

Tiger Woods

Hvað er markþjálfun?

“Markþjálfun er aðferð sem miðar að því að leysa úr læðingi innbyggða möguleika einstaklings eða hóps. Henni er ætlað að stytta leiðina að tilteknu markmiði, sem getur verið persónulegur vöxtur, sameiginlegur vöxtur, aukin lífsgæði eða betri frammistaða og árangur. Markþjálfun getur vakið upp margs konar tilfinningar og ögrað persónulegum viðhorfum. Stundum getur hún jafnvel leitt til sársaukafullra breytinga. Markþjálfun getur í senn verið krefjandi og framandi en þegar upp er staðið uppskera flestir gleði, aukinn mátt og endurnýjaðan áhuga sem árangur erfiðisins.”

Matilda Gregersdotter, Arnór Már Másson, Haukur Ingi Jónasson (2013).
Markþjálfun, vilji, vit og vissa. JPV útgáfa

bottom of page